Helena Rubinstein hefur sett á markað meðferðarhyljarann Eye Urgency úr Prodigy Powercell línunni en hyljarinn vinnur á yfirborðinu með því að hylja strax og einnig djúpt í húðlögunum en á fjórum vikum minnka dökkir baugar!
Ég er oft hrifin af fjölnotavörum og þessi hyljari hentar því vel til að minnka fjöldann af vörum sem við notum daglega. Prodigy Powercell Eye Urgency er mjög mjúkur hyljari, létt að dreyfa úr, samlagast vel að húðinni og smitar ekki. Hyljarinn er einnig með örsmáar agnir af perlumóðurskel sem gefa ljóma auk þess að hylja dökka bauga.
Eye Urgency inniheldur nokkur virk efni: Haloxyl sem örva starfsemi háræða og sogæðakerfis en þau vinna vel á dökkum baugum, og svo jurtastofnfrumur sem vinna að frumuendurnýjun og húðviðgerð.
Helena Rubinstein mælir með að nota þennan hyljara á augnsvæðinu alveg frá augabrúnum niður til kinnbeina en þetta er mjög vinsælt svæði til að setja hyljara og ljóma (highlighter) á. Þessi aðferð hjálpar okkur að fá unglegra og úhvíldara útlit á augnvæðinu.
Það eru tveir litir að velja um til að minnka dökka bauga, Warm Beige ef þú ert með brún/gula undirtóna eða Natural Beige ef það er fjólublár undirtónn.
Eins og oft áður þegar ég er að prófa eitthvað nýtt og er forvitin um endingu þá set ég smá á mig áður en ég tek æfingu í ræktinni. Ég hugsa alltaf ef þetta helst á á meðan ég svitna á æfingu þá ætti ég að vera góð í öðrum kringumstæðum.
Eye Urgency hélst vel í gegnum mína æfingu og ég varð meira að segja smá hissa hvað mér fannst ég ljóma jafnvel aðeins meira á augnsvæðinu eftir æfinguna og virkaði ekki alveg jafn þreytt.
Mjög góð vara og góð meðmæli!
Katla lærði tísku og ljósmyndaförðun hjá Línu Rut haustið 1994. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist förðun, húð, tísku,útliti og hönnun. Katla hefur einnig sótt ljósmyndanámskeið, lært fatahönnun og saum og lokið einkaþjálfaranámi.
.