Ég get farið offari í varalitun á djamminu. Vegna þessa er ég búin að skipta yfir í gloss.
Í umskiptum mínum úr varalitum yfir í gloss prófaði ég nýja gloss IN LOVE frá Lancome. Eftir að hafa tekið hann með mér bæði út á lífið og notað sem hversdags verð ég að viðurkenna að ég er ástfangin af gloss IN LOVE.
Ég fæ iðulega varaþurrk þegar ég nota eitthvað annað en Vaseline á varirnar. Það gerist ekki með þetta gloss enda á það, skv. lýsingu, að veita 6 klst. rakagjöf og endist því einnig lengi á vörunum. Það er því óþarfi að bæta á í tíma og ótíma.
Gloss In love veitir góða fyllingu, inniheldur “color catching” litarefni og “light-reflecting” agnir í mýkjandi gel áferð sem gefur tvisvar sinnum meiri glans en sambærilegt gloss. Svo er góð lykt af því sem mér finnst gífurlega mikilvægt.
Glossið er að fá afar góða dóma inn á sephora.com en það fær 5 stjörnur af 5 mögulegum, ég hvet ykkur til að lesa umsagnirnar.
Ég verð líka að benda á snilldarinnar hönnun á umbúðunum. Lancome hefur greinilega heyrt um að það getur reynst stórhættulegt að taka upp klístrað gloss á miðju dansgólfi á skemmtistað. Gloss IN LOVE þarf ekki að skrúfa niður til að loka heldur er lokinu bara smellt niður. Að sama skapi þarf aðeins að ýta á lítinn takka og glossburstinn smellur upp. Einfalt og öruggt!
Mér finnst gloss IN LOVE einnig móta varirnar vel, liturinn helst vel á og glossið gefur nokkurskonar perluáferð. Afskaplega fallegt og hentar vel við létta dagsförðun eða kraftmikla kvöldförðun eins og ,,smokey-eye”.
Breska blómarósin Emma Watson er andlitið fyrir gloss IN LOVE-herferðina.
Æðislegt gloss sem er fullkomið á djammið sem og dagsdaglega.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.