YSL hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér en undanfarið hefur merkið sótt í sig veðrið svo um munar þegar kemur að förðunarvörum.
Sérstaklega hef ég verið hrifin af Touche Éclat farðanum sem er mjög léttur en nær á sama tíma að hylja ótrúlega vel og gefur fallegan ljóma.
Nýjasti farðinn frá þeim kemur í glerglasi og einskonar pinni er fastur í tappanum.
Farðinn heitir fullu nafni Fusion INK Foundation (le Teint Encre de Peau) en hann inniheldur sömu tækni og Touche Éclat sem endurkastar ljósi úr umhverfinu og gefur þannig húðinni mjög fallegan ljóma.
Best er að setja farðann beint á andlitið af þessum pinna og dreifa svo úr honum með þar til gerðum farðabursta frá YSL.
Í farðanum er nokkuð sem kallast Soft Focus Gel sem myndar létta filmu á húðinni og leiðréttir ójöfnur. Semsagt, sléttir húðina. Einnig eru olíur í farðanum sem gefa einstök þægindi og mjúka áferð. Hann nær einhvernveginn fullkomnu millistigi milli þess að vera ljómandi og mattur. Alveg einstakur farði sem endist líka ótrúlega vel þá sérstaklega ef þú notar farðagrunn.
Fullkominn áferð
Ef þú vilt prófa algjörlega skothelda aðferð til að fá húðina sem fallegasta við förðun skaltu líka verða þér úti um Touche Éclat gullpennann og sérstakan primer, eða farðagrunn, sem YSL setti nýverið á markað.
Farðagrunnurinn heitir Touche Éclat Blur Primer en þetta er fyrsti fljótandi gel-undirfarðinn sem gefur ljóma og hylur ójöfnur… það er að segja, blörrar þær út svo að húðin fær þessa eftirsóttu ‘fótósjoppuðu’ áferð, opnar húðholur dragast saman, fínar línur verða minna áberandi og húðin verður mikið sléttari á yfirborðinu.
Það frábæra við þessar vörur er að þær ekki aðeins fegra þig heldur næra þær líka húðina og vernda. Þær innihalda samsetningu af rakagefandi olíum ofl sem gera þig bara sætari. Til dæmis inniheldur gullpenninn góði e-vítamín sem nærir, ruscus þykkni sem róar erta húð og eyðir sýnilegum þreytumerkjum og örvar blóðflæði á augnsvæði, en einnig humectine sem veitir mikinn og langvarandi raka og ver húðina fyrir þurrki.
Gullpennann má nota á augnsvæðið, frá enni og niður á nef og í kringum varasvæðið. Einnig má nota pennann í fínar línur eða hrukkur til að draga úr þeim. Hann virkar í raun samtímis sem high-lighter og hyljari.
Á myndinni hér fyrir til hliðar er ég búin að nota bæði gullpennann undir augun og maskarann VOLUME EFFET FAUX CILS á efri augnhár (sleppi alltaf neðri, ekkert að gerast þar).
Maskarinn er mjög kremaður/þykkt krem og því auðvelt að stjórna því hversu þykk augnhárin verða. Hann brotnar heldur ekki neitt og það er mjög auðvelt að ná honum af. Í raun alveg þrælgóður maskari.
Á myndinni er ég með svona tvær umferðir, hversdagsstemmningin. Hér getur þú séð úrvalið sem YSL býður af möskurum.
Skora á áhugasamar pjattrófur að kynna sér YSL vörurnar. Farðu í næstu snyrtivörubúð og fiktaðu svolítið og reyndu að sníkja prufu eða mættu ómáluð og prófaðu þig aðeins áfram með vörurnar og fáðu fagkonu til að aðstoða þig.
Það er alveg fjárfesting að kaupa góðar snyrtivörur sem fegra ásýnd húðarinnar en vel þess virði því það er ekkert sem gerir mann frísklegri en áferðarfalleg og vel nærð húð, – að undanskyldu góða skapinu auðvitað 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.