Eva Gústavsdóttir sendi okkur á Pjattinu þessa umfjöllun um BB krem frá Smashbox sem við fengum hana til að prófa fyrir okkur. Þetta er greinilega fín vara sem hentar stelpum með erfiða húð…
Þar sem ég er með mjög erfiða húð, gjörn á að fá bólur, ójafn húðlitur og húðin þurr á yfirborðinu, þá hefur mér lengi fundist erfitt að finna dagkrem/meik sem hentar minni húð.
Ég nota meik daglega, vanalega er það þykkt og ég þarf að nota mikið af því. Ég var því mjög ánægð með þetta BB krem þar sem það virtist gera allt sem gott meik gerir án þess að þurfa nota mikið af því og það er mun léttara.
Ég notaði rakakrem undir BB kremið því húðin mín er frekar þurr. Ég notaði svo fingurnar til að dreifa BB kreminu. Vanalega nota ég meik bursta til að setja á mig meik en mér fannst fingurnir henta betur fyrir BB kremið.
Smashbox BB kremið er algjör snilld fyrir þá sem vilja ekki nota of mikinn farða en samt vera með fallega og heilbrigða húð. Kremið hylur vel og gefur fallegan og jafnan lit, felur allan roða og það smitar ekki frá sér.
Það hentar vel fyrir þurra vetrar loftið á Íslandi því það gefur húðinni góðann raka og fallegan ljóma en heldur olíu myndun húðarinnar í skefjum. Þegar ég hef notað bara meik þá hef ég fengið þurrku bletti á nefið en það hefur ekki gerst með Smashbox BB kremið.
Það hentar líka frábærlega fyrir sumarið þar sem það er SPF 35 en þá myndi ég kannski sleppa því að nota rakakrem undir.
Ég prófaði einnig að nota það sem grunn/primer undir meik og það kom rosalega vel út, meikið entist allt kvöldið og húðin þornaði ekki upp sem hún er vön að gera þegar einungis meik er notað.
Ég mæli hiklaust með þessu BB kremi frá Smashbox – það kemur í fimm litum og því ættu flestir að geta fundið sinn lit.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.