Eftir að hafa heyrt endalaust góða hluti um nýjan og mjög spennandi varalit frá YSL þá varð ég að prófa. Gunnhildur kallaði hann byltingarkenndan og notendur Sephora gefa honum 4.5 af 5 í einkunn. Ekki slæmir dómar það…
…Sama hvort maður ætti að kalla þetta varalit, gloss eða ‘stain’ þá lítur liturinn rosalega vel út á vörunum. Ég fékk mér lit númer 1 en hann heitir Violet Edition og er dökkfjólublár og dramatískur. Hann þekur vel og endist og endist. Ég gerði tilraun í gær og fór með varalitinn í bíó, ég fékk mér smá nammi og kók. Eftir myndina hafði varaliturinn ekki haggast og glansaði ennþá! Það kalla ég frekar gott.
Ef að þið eruð í leit að hinum fullkomna varalit þá mæli ég með að kíkja á þennan en hann kemur í öllum regnbogans litum.
Hér er svo auglýsing fyrir varalitinn nýja frá YSL – hún segir allt…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=pN5zCZqfkbM[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.