Ég prófaði yndislega fallegan varalit frá Chanel um daginn sem hentar vel fyrir haustið. Hann er úr Rouge Coco Shine línunni og heitir Aura, númer 96.
Glansinn er áberandi í litnum og hann þekur vel.
Ég er vön því að vera með mattari varaliti en þessi kom skemmtilega á óvart. Hann verður mjög plómulitaður og skær ef maður setur t.d. varasalva undir eins og á myndinni en stundum set ég hann beint á varirnar, bara létt og þá kemur hann út sem dökkplómulitaður og ekki eins ,,flashy”.
Það er því hægt að nota hann á ýmsa vegu og við mismunandi tilefni. Hann getur bæði verið glerfínn eða hversdagslegur.
Chanel varalitirnir gefa vörunum raka og það er góð lykt af þeim. Það þykir mér alltaf skipta jafn miklu máli þegar kemur að snyrtivörum.
-Sem lítil stelpa þefaði ég af öllum varalitunum hennar ömmu en prófaði bara þá sem lyktuðu vel!
Ég mæli einnig með því að þær sem eiga það til að kaupa sér alltaf sömu eða svipaða liti aftur og aftur bregði aðeins út af vananum. Það getur komið svo skemmtilega á óvart að prófa eitthvað nýtt!
Hulda Jónsdóttir Tölgyes er 28 ára og úr Reykjavík.
Hulda hefur lokið tveimur háskólaprófum í sálfræði og stefnir ótrauð á að læra enn meira innan þess sviðs á næstu árum.
Hún er jafnframt lærður naglafræðingur úr MOOD skólanum og einn af stofnendum poppkórsins Vocal Project.
Hulda er hundafrík sem naglalakkar stundum tíkina sína!