Það nýjasta í snyrtibuddunni minni er undrapenninn frá L’Occitane – Eye care & Mask duo, Brightening correction. Algjörlega frábært fyrirbæri.
Penninn bæði lagar og kælir augnsvæðið á augabragði. Hægt er að nota hann bæði sem augnkrem og sem augnmaska en þá fer það eftir því hversu mikið þú berð á augnsvæðið.
Ef þú strýkur pennanum létt í kringum augnsvæðið virkar hann sem augnkrem.
Augnkrem sem lagar bólgið og þrútið augnsvæðið, lagar og sléttir úr hrukkum og minnkar bauga svo um munar.
Mjög gott er að nota pennann sem maska og þá helst áður en þú ferð að sofa til að ná sem mestri virkni úr kreminu.
Þá berðu frekar þykkt lag af kreminu í kringum augnsvæðið og leyfir því að vera á húðinni á meðan þú sefur.
Kremið kemur í góðri túpu og er endinn á túpunni með sérstaklega hönnuðum málmhausi, þannig að hann kælir húðina um leið og þú berð kremið á augnsvæðið.
Gelkremið bráðnar samstundis inn í húðina og hjálpar til við að slaka á og sefa svæðið kringum augun.
Kremið mýkir upp dökk svæði í kringum augun og húðin virðist sléttari og bjartari á augabragði. Augun sýnast ferskari, ljómandi og úthvíld.
Þetta er penni sem allar konur (sem karlar) ættu að fá sér því hann er hreint undraverk og er algjörlega kominn á topp 5 listann hjá mér yfir uppáhalds snyrtivörur.
Eitthvað sem ég þarf nauðsynlega á að halda á hverjum degi.
Virknin byrjaði strax í mínu tilfelli og fann ég mikinn mun á augnsvæðinu.
Ég fann hvernig húðin varð mýkri og rauðblái tónninn undir augunum lýstist upp á fyrstu vikunni sem ég byrjaði að nota þessa dásemd.
Já ég segi dásemd því penninn er með því betra augnkremi sem ég hef prófað og þau eru nú þó nokkur orðin eftir að ég hóf göngu mína sem Pjattrófa.
Ljómandi góður penni fyrir þreytt augnsvæði sem auðvelt er að mæla með!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.