Það hefur ekki farið framhjá neinum sem les Pjattrófurnar reglulega að við erum allar miklir aðdáendur Bláa Lónsins. Þar er sannkallað himnaríki fyrir dekurrófur og helst mælum við með því að þú mætir fyrir hádegi og farir heim undir kvöld. Það er ekkert verra en að þurfa að flýta sér uppúr Bláa Lóninu því þegar þú ert einu sinni kominn á staðinn langar þig ekkert til baka.
Fyrir um það bil tveimur árum fengum við Pjattrófur að prófa nýjan maska sem þá var verið að þróa á rannsóknarstofum lónsins. Maskann fengum við kaldann á barnum úti í lóninu og bárum hann á okkur eftir kúnstarinnar reglum. Fyrst var húðin skrúbbuð með kornamaska (unninn úr hrauni) og því næst var þörungamaskinn borinn á.
Áhrifin voru undraverð
Við biðum spenntar í 10 mínútur og skoluðum svo af. Það leyndi sér ekki að húðin varð mjög slétt og falleg og áberandi meira stinn en það finnst mér helsta einkenni virku efnanna úr lóninu. Það er að segja hvernig húðin verður öll stinnari. Húðin öðlaðist líka meiri ljóma, svo mikinn að við sáum ALLAR mun á okkur þegar við komum upp úr lóninu og sátum inni á Lava í brunch.
Nú er vinnunni við þróun þörungamaskans lokið og hægt er að kaupa hann í handhægum umbúðum. Framleiðendurnir eru stoltir af árangrinum og hafa ríka ástæðu til en um tuttugu konur prófuðu vöruna áður en hún fór á markað og þar af sögðust allar finna fyrir endurnæringaráhrifum eftir notkun, meðan 85% sáu fallegra yfirbragð og 80% fannst húðin sléttari og ljóma meira.
Ég mæli með þessari vöru frá Bláa Lóninu. Hún er sannarlega ein af mínum eftirlætis og það sama gildir fyrir aðrar pjattrófur sem hafa prófað maskann. Kannski hentar hann þér líka? Þú ættir að prófa en maskann er hægt að fá í litlum og handhægum 10 ml bréfum sem hægt er að taka með í ferðalög. Ég mæli sérstaklega með því að láta hann sitja á inni í sauna baði, t.d. eftir æfingu og láta þá jafnvel næringuna í hárið í leiðinni. Þú munt yngjast um nokkur ár.
Þörungamaskinn fæst í verslunum Bláa Lónsins í Blue Lagoon Spa, Flugstöðinni, Blue Lagoon Spa í Álfheimum, Reykjavík og í verslun Bláa Lónsins að Laugavegi 15. Öll vörulínan er einnig fáanleg í netverslun Bláa Lónsins á www.bluelagoon.is og www.bluelagoon.com. Vörurnar eru einnig fáanlegar í verslunum Hagkaupa í Kringlunni og í Smáralind . Þær eru seldar í völdum apótekum Lyfju og Lyf og Heilsu. Valdar vörur eru fáanlegar í komufríhöfninni og einnig um borð í vélum Icelandair og Iceland Express.Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.