Hér kemur nýr herrailmur á markaðinn frá Dolce&Gabbana, sérstaklega gerður með íþróttamanninn í huga…
…Ilmurinn er sport útgáfa af One ilminum sem kom fyrst út árið 2008. Þessi ilmur er ferskari og léttari en sá upprunalegi og hentar strákunum sem fíla útivist og íþróttir. Stefano Gabanna sjálfur lísti hugmyndinni með þessum orðum:
Við eigum öll vini sem fara í ræktina og hugsa um sjálfa sig, fyrir sig! Þannig líður þeim best.
Ilmurinn er ferskur eins og áður sagði en samt kraftmikill. Hann ilmar meðal annars af rómsmarín, sequoia við, kardimommu, patchouli (planta úr mintu-fjölskildunni) og musk.
Frábær samblanda og algjört nammi!
___________________________________________________________________________________________
Þetta er flottur og sexý ilmur sem ég mæli með!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.