Eitt af því allra, allra besta sem við gerum fyrir húðina er gefa henni góðan raka…
Það er að segja ef við viljum viðhalda stinnleika hennar og forðast það að fá hrukkur, þurrkubletti og misfellur hverskonar.
Í þurru loftslagi og er hér á Íslandi verður þetta ákaflega mikilvægt og góður rakamaski ætti í raun að vera skyldueign hverrar konu sem vill líta vel út og hafa fallega húð.
Þessi nýi maski ver húðina fyrir næturþurrki, ásamt því að styrkja og endurnýja rakavörn hennar. Maskinn róar bæði og sefar húðina og þegar þú vaknar að morgni ertu fersk og flott.
Sumir húðsérfræðingar myndu segja að við ættum líka allar að hafa rakatæki í svefnherberginu yfir nóttina upp á að viðhalda húðinni góðri.
Frá Clinique var að koma nýr rakamaski sem sér til þess að húðin fái þann raka sem hún þarf:
Clinique Moisture Surge Overnight Mask er hugsaður til noktunar yfir næturnar.
Þessi nýi maski ver húðina fyrir næturþurrki, ásamt því að styrkja og endurnýja rakavörn hennar. Maskinn róar bæði og sefar húðina og þegar þú vaknar að morgni ertu fersk og flott.
Best er að nota hann þrjú kvöld í röð og síðan eftir þörfum en maskann má setja yfir bæði serum og næturkrem ef maður vill. Hann er í sjálfu sér hugsaður sem extra rakabomba á þurra húð og þessi flotta ofnæmisprófaða og ilmefnalsausa vara hentar öllum húðgerðum.
Þegar frostið bítur kinnarnar og loftið er extra þurrt úti eins og núna verður það enn mikilvægara að nota rakamaska. Það sama gildir reyndar á sumrin því sólin þurrkar húðina hratt og þá sérstaklega ef þú ert mikið í sólbaði.
Ef þú átt ekki góðan rakamaska núna skora ég á þig að ná þér í einn góðan og nota hann reglulega, 2-3 í viku eða jafnvel oftar ef þú ert mjög þurr. Þú verður fljót að sjá og finna muninn.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.