Það getur verið svo gaman að smella á sig flottum gerviaugnhárum! Að sjálfsögðu er maður samt ekkert að setja á sig gerviaugnhár dagsdaglega heldur aðeins fyrir sérstök tilefni…
…En núna var að koma nýr maskari frá MAC sem á að lengja augnhárin þannig að þau minna á gerviaugnhár. Maskarinn heitir False Lashes Extreme Black og eins og nafnið gefur til kynna er hann kooolsvartur eins og blek.
Þessi maskari er nýjasti meðlimurinn í snyrtibuddunni og ég get ekki sagt annað en að ég sé hæstánægð með hann. Burstinn er nokkuð þéttur og góður. Hann er mjórri fremst sem ég er alveg að fíla þessa stundina, þannig nær maður betur í öll litlu hárin. Formúlan sjálf er líka góð en mér finnst hún mýkri og ‘loftkenndari’ en maður á að venjast. Ég veit ekki hvort það sé þessari loftkenndu áferð að þakka en formúlan nær sko klárlega að lengja augnhárin svo um munar.
Svo er nú algjört ‘möst’ að taka fram að umbúðirnar eru mjög fallegar og spes eins og sjá má á myndinni fyrir ofan. Svooo gaman að nota svona fínt!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.