Mega Volume maskarinn er nýr frá L’Oréal. Ég hef alltaf verið hrifin af L’Oréal, ódýrt snyrtivörufyrirtæki en samt með gæðavörur.
Það er mjög misjafnt eftir hverju við leitum þegar við kaupum okkur maskara. T.d hef ég átt maskara sem ég elska en vinkonum mínum þykir hann ömurlegur og öfugt.
Ef þú ert að leita að…
- MJÖG dökkum maskara
- Stórum bursta
- Góðri endingu
- Lööööngum augnhárum
Þá er þetta rétti maskarinn fyrir þig!
Í maskaranum er kollagen sem lengir aughárin til muna. Hann klessist lítið sem ekkert svo auðvelt er að ráða við hann.
Ef þú vilt náttúruleg augnhár ferðu fáar umferðir en ef þú villt löng augnhár ferðu fleiri. Getur farið mjög margar umferðir án þess að hann klessist!
Maskarinn á að endast í allt að 24 tíma. Ég hef nú reyndar ekki látið reyna á það, enda sef ég á næturnar! Hann endist a.m.k mjög vel yfir daginn. Claudia Schiffer er andlit maskarans. Hún er alltaf svo flott!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.