Nú hefur Shiseido sett nýjan ZEN-ilm á markað, sá heitir Zen Gold Elixir og kemur í takmörkuðu upplagi…
…Ilmurinn einkennist af jasmínu, magnolia blómi og vanillu. Þetta er fyrsti ilmurinn frá Shiseido sem ég hef prófað og hann kemur skemmtilega á óvart. Hann er kraftmikill og kvenlegur í senn og einstaklega grípandi.
Ilmurinn er hannaður af eftirsótta ilmvatnssérfæðingnum Michel Almairac en hann hefur hannað um 60 ilmi á ferli sínum.
Glasið sem ilmurinn kemur í er svo ekki af verri endanum en hönnuðurinn, Marehide Susuki, fékk innblástur frá japönskum zen-görðum.
Ég mæli með að kíkja á þennan flotta “gull“ ilm frá Shiseido!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.