Fyrr á þessu ári kynnti Karl Lagerfeld til leiks nýtt ilmvatn, bæði dömu- og herrailm.
Báðir ilmirnir eru virkilega góðir. Ég nældi mér í dömuilminn á dögunum sem er ferskur og seiðandi í senn og kemur skemmtilega á óvart.
Lyktin samanstendur af ólíkum ferskum blómum, sítrusávöxtum, ferskjum, viðartónum af amber, mangólíu sem kallar fram kvenleikann í ilminum og síðast en ekki síst musk sem dregur fram kynþokkann.
Hér að neðan fáum við að skyggnast bak við tjöldin við tökur á auglýsingaherferðinni í tengslum við ilmvatnið…
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=Fx00cSwovjs[/youtube]
Tíska fyrir nefið – ég held það sé einfaldasta og besta lýsingin á þessari lykt!
Ekki skemmi það svo fyrir hvað umbúðirnar eru elegant og hið fínasta hilludjáns. Svosem ekki við öðru að búast af tískukónginum.
Ég mæli með að þið stoppið vil ilmvatnsrekkan í næstu snyrtivöruverslun og tékkið betur á þessu ilmvatni.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com