Juicy Coture tískuhúsið kom með nýjan ilm í ár en þessi fylgir tískunni sem hefur verið ráðandi í ilmum síðustu misserin og tengir sig við svarta litinn.
Ilmurinn heitir þannig því viðeigandi nafni Viva La Juicy með undirtitlinum Noir (svart) og er því aðeins þyngri og ‘dekkri’ í sér en fyrri ilmur með sama nafni.
Noir ilmurinn er djarfur, sexý og seiðandi og flaskan er ótrúlega nett og sæt í skærbleika 30 ml glasinu sem barst hingað til okkar. Skærbleikt með svartri slaufu og kristalstappa.
Viva La Juicy Noir er sætur ilmur en á sama tíma frekar kryddaður. Hann er kraftmikill svo þú þarft ekki mikið en hann endist rosalega vel sem er mikill kostur.
Þetta er kynþokkafullur og mjög ‘fashionable’ ilmur sem höfðar til breiðs aldurshóps, – svo lengi sem þú ert djörf og svolítið villt týpa eða tálkvendi eins og segir í fréttatilkynningu frá tískuhúsinu.
Sem dæmi um það má nefna að frá Juicy Coture kemur mikið af sætum flíkum með blúndumynstri eða animalprint og við vitum alveg hvernig þessi munstur kalla fram tálkvendið í okkur. Bara skemmtiegt!
Látum hér fylgja innihaldslýsingu á Viva La Juicy Noir…
Topp tónar: Wild Berries, Sparkling Mandarin, Succulent Mara Strawberry Mið tónar: Lush Honeysuckle, Gardenia Petals, Jasmine Sambac Botn tónar: Amber, Caramel, Creamy Vanilla, Sandalwood.
Eftirtektarverður og seiðandi ilmur fyrir næturdrottningar, skvísur og önnur tálkvendi!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.