Guerlain hefur sjaldan klikkað með snyrtivörur og nýji maskarinn sem ég fékk að prufa um daginn er enn ein sönnun þess. Hann heitir Mascara Noir de Guerlain og – ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum!
Maskarinn er frekar þungur sem sumum gæti þótt ókostur en ég kann mjög vel við það. Á honum er spegill sem opnast þegar toppurinn er togaður upp. Og þegar maður er með lítið veski í fínum samkvæmum þá er mikill kostur að spegillinn fylgi maskaranum og maður geti bætt á sig án þess að þurfa að burðast með stærri förðunarspegil. Frábær hönnun og þú færð það á tilfinninguna að þú sért með ‘alvöru’ vöru í höndunum.
Annar stór kostur við þennan undramaskara er að hann er áfyllanlegur! Þú færð sem sagt nýja áfyllingu og nýjan bursta þegar þú fyllir á hann sem gerir þetta hinn óendanlega maskara. En þetta er ekki búið…
Hann þykkir, lengir og greiðir fullkomlega úr augnhárunum í leiðinni. Nákvæmlega engar klessur! Svo er mjög gott að bæta umferðum ef maður vill hafa meiri þykkt.
Ég mæli hiklaust með þessum fyrir þær sem vilja geta fyllt á maskarann sinn, gera meira úr augnhárunum og vilja fá lúxusvöru í leiðinni!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com