Ég kynntist frekar mikilli snilldravöru um daginn en það er brúnkukrem frá Xen-Tan. Þetta er fyrsta varan frá þessu merki (sem hefur fengið mjög góða dóma víða) sem ég prófa og ég var mjöööög sátt með þessi fyrstu kynni…
… Brúnkukremið heitir Xen-Tan’s E! Live From the Red Carpet Perfect Blend.
Það sem er svo sniðgt við þetta brúnkukrem að þetta er ekki aðeins brúnkukrem heldur einnig litað ‘bodylotion’. Sem sagt tvær vörur í einni túpu – og þú getur stjórnað því sjálf með skrúfutappa hvernig þú blandar brúnkukreminu og ‘bodylotioninu’ saman … eða hvort þú notir vörurnar í sitthvoru lagi.
Þú blandar vörunum saman til að stilla hversu mikla brúnku þú vilt hafa á þér en kremið er bæði ætlað fyrir líkama og andlit.
Ég verð að segja að ég er mjög hrifin af þessu litaða ‘bodylotioni’/bronzer og nota það mikið án þess að blanda brúnkukremi við, en það gefur einstaklega eðlilegan brúnan blæ á húðina. Ljósi hlutinn, eða brúnkukremið sjálft, kom líka mikið á óvart en það hefur óvenjulega góða lykt (gúrku og melónu) miðað við brúnkukrem og liturinn hefur ekki þennan appelsínugula blæ eins og mörg brúnkukrem sem ég hef prófað heldur ólífulitaðan og mjög fallegan tón. Þetta er STÓR plús!
Umbúðirnar eru svo einstaklega vel hannaðar og einfalda manni ásetninguna til muna. Svo eru flottar leiðbeiningar á kassanum þannig að ekkert ætti nú að geta farið úrskeiðis. Lestu meira HÉR og fáðu frekari leiðbeiningar.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.