OPI og Coca Cola hafa sannarlega vakið athygli með nýrri línu naglalakka sem öll eru byggð á innblæstri frá drykkjum Coca Cola risans.
Ég prófaði fjóra liti og verð að segja að ég er mjög hrifin.
You’re So Vain-illa er ljóskremaður litur sem er byggður á innblæstri frá Vanilla Coke. Hann þekur vel og hentar vel fyrir þær sem þrá kremaða lúkkið.
Sorry I’m Fizzy Today er ljós bleikkóral litur með smá ferskjutón og einnig fengin úr innblæstri frá Vanilla Coke. Hann er frábrugðin öðrum bleikum litum og kemur skemmtilega á óvart. Þær sem prófa hann munu átta sig á því hvað ég á við.
Þessir tveir litir eiga það sameiginlegt að þekja mjög vel og er ein umferð og yfirlakk nóg til að fá fallega áferð og dýpt. Þessir tveir litir eru í algjöru uppáhaldi hjá mér, eru sumarlegir og sætir.
Get Cherried Away er dökkfjólublár, djúpur litur og sækir innblástur til Cherry Coke.
Ég setti tvær umferðir af honum og þótti það nóg til að þekja vel og leyfa dýptinni í litnum að njóta sín í botn. Mér þótti hann ekki alveg jafn nýr af nálinni hjá OPI og hinir litirnir og fannst ég kannast við tóninn.
My Signature is “DC” er mögulega einn áhugaverðasti liturinn að mínu mati og áferðin á honum sérstaklega áberandi og grófari en á hinu hefðbundna lakki. Silfurlitað lakkið byggir á Diet Coke og mér þótti hann fallegastur eftir tvær umferðir.
Lökkin frá OPI hafa reynst mér vel hvað varðar endingartíma en að vísu nota ég alltaf undir- og yfirlakk sem mér finnst einnig skipta máli fyrir glansáferð og hefur það líklega sitt að segja.
[usr 4]Hulda Jónsdóttir Tölgyes er 28 ára og úr Reykjavík.
Hulda hefur lokið tveimur háskólaprófum í sálfræði og stefnir ótrauð á að læra enn meira innan þess sviðs á næstu árum.
Hún er jafnframt lærður naglafræðingur úr MOOD skólanum og einn af stofnendum poppkórsins Vocal Project.
Hulda er hundafrík sem naglalakkar stundum tíkina sína!