Fyrir sirka tveim mánuðum síðan bauðst mér að prófa nýju serum húðdropana frá Sif Cosmetics, – Bio effect.
Droparnir eru nýjir á markaðnum og hannaðir þannig að þú notar þá í 30 daga í senn þegar húðinni vantar extra “boozt”.
Droparnir eru því með aðeins öðruvísi sniði en hefðbundnu EGF droparnir frá þeim. Droparnir koma í ótrúlega smart pakkningum þar sem þú færð þrjá litla stauka, og notar hvern þeirra í 30 daga í senn en tekur svo pásu.
Ég er búin að vera nota þessa dropa kvölds og morgna núna í 30 daga. Strax eftir fyrsta skiptið sem ég notaði þá tók ég eftir því þegar ég vaknaði að roðinn í húðinni var töluvert minni en venjulega.
Eftir nokkurra daga notkun fór ég að taka eftir því að húðin virtist vera stinnari og þykkari og öðlaðist meiri ljóma. Í raun voru áhrifin mjög áberandi góð.
Það er alveg nóg að setja um 2 dropa á húðina fyrir allt andlitið. Ég passaði ég mig á því að húðin væri alltaf 100% hrein undir áður en ég setti dropana á.
Ég tók þennan texta af heimasíðu EGF en mér finnst textinn lýsa þessari vöru á áhrifaríkann og hnitmiðaðann hátt:
“BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT er öflug 30 daga húðmeðferð með þremur mismunandi frumuvökum, EGF, IL-1a og KGF, sem eru náttúrulegir húðinni og hvetja endurnýjun hennar. Rannsóknir hafa sýnt að hrukkur minnka um 34% meðal notenda við notkun BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT.”
“EGF húðvörurnar innihalda EGF frumuvaka sem hægja á líffræðilegum ferlum öldrunar og örva framleiðslu húðarinnar á elastíni og kollageni. Frumuvakar eru sérvirk prótein í líkama okkar sem eru nauðsynleg til að viðhalda almennum vexti og endurnýjun og EGF er einn sá mikilvægasti af þeim fjölmörgu frumuvökum sem stuðla að viðhaldi og endurnýjun húðarinnar”
Mælt er með því að droparnir séu notaðir kvölds og morgna og gerði ég það samviskusamlega í 30 daga, en fyrir mitt leyti held ég að það sé alveg nóg fyrir mig að nota þá bara á kvöldin.
Mér finnst alltaf betra að nota serum á kvöldin heldur en á morgnanna.
Ég myndi pottþétt kaupa þessa dropa aftur seinna þar sem góð húðumhirða skiptir mig miklu máli og ég hef alltaf verið hlynnt því að byrja snemma að nota krem og serum með virkni í, til þess að fyrirbyggja öldrun húðarinnar og halda í núverandi ástand hennar.
Ég vona að ykkur hafi fundist þessi pistill áhugaverður. Mig langaði bara svo að deila reynslu minni af þessari vöru þar sem ég hef mikla trú á henni!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com