Eftir að hafa kynnt mér glænýjan maskarann frá Estée Lauder þá veit ég hvað fær næst inngöngu í snyrtibudduna…
Þessi nýji maskari er ekki þessi dæmigerði svarti maskari heldur er hann tvöfaldur- sem sagt tveir litir og tveir burstar. Annar fyrir efri augnhárin og hinn er fyrir þau neðri.
Það var förðunarfræðingur Estée Lauder, Tom Pecheux, sem hannaði þennan spennandi maskara. Hann segir að ‘trikkið’ til að opna augun og gera þau björt og falleg sé að nota dökkan lit á efri augnhárin og ljósari tón á neðri.
Þetta meikar mjög mikið sens fyrir mér því ég nota mjög sjaldan maskara á neðri augnhárin þar sem mér finnst það minnka augun verulega og elda mig. Þess vegna er ég mjög spennt að prófa þennan brúna lit og gá hvort að hann geti ekki rammað inn augun án þess að vera of ‘heví’.
Svo verð ég að segja að mér finnst hugmyndin að fíngerðari bursta fyrir neðri augnhárin vera verulega sniðug…þessi netti bursti ætti að auðvelda ásetningu maskarans verulega og koma í veg fyrir klessur…svo til að toppa þetta þá á maskarinn að vera svokölluð ‘smudge proof’ formúla þannig að ekkert ætti að geta farið úrskeiðis 😉
Nú fer ég að næla mér í eintak…svo sýni ég þér auðvitað útkomuna og segi hvað mér finnst.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.