Estée Lauder hefur sett á markað þennan líka frábæra farða “Invisible Fluid Makeup”
Ég er búin að nota hann núna í sumar og er mjög hrifin – vægast sagt! Farðinn er léttur og samhæfir nafni sínu vel að vera ósýnilegur. Því húðin fær jafna og slétta áferð. Mjög fallega áferð.
Í farðanum eru tvær litlar kúlur og best er að hrista brúsann vel áður en farðinn er settur á húðina. Við það að hrista brúsann fær farðinn loft í sig og minnir áferðin á airbrush áferð. Mjög falleg og létt.
Einstaklega auðvelt er að bera farðann á sig, bæði með bursta eða púða og helst farðinn á allan daginn.
Estée Lauder hafa unnið að gerð þessa nýja farða í nokkur ár. Þeir hafa fundið upp farða sem passar við allar húðtegundir og fæst í 16 mismunandi tónum.
Léttleikinn í farðanum kemur til út af litlu kúlunum í brúsanum. Hristu brúsann 10 sinnum og þú færð kremkenndan farða sem fellur alveg að þínum húðlit. Þekur vel yfir rauða bletti, bauga og fer vel með þær auka línur sem við höfum í kringum augu og munn.
Ég get með sanni sagt að þetta er eitt af því betra meiki sem ég hef prófað. Mæli algjörlega með því!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.