Naglalökk eru að mínu mati algjörlega ómissandi til að fullkomna útlitið.
Það sem er svo skemmtilegt við naglalökk er að hægt er að skipta um eins marga liti og þig listir um. Fer allt eftir því hvaða skapi þú ert í, hvert þú ert að fara og í hverju þú ert.
Ég var að fá lakk frá DIOR, lit númer 257. Nude með bleikum undirtón. Mjög elegant, hreinn, fágaður og hæfir fullkomlega í sumar þegar maður er komin með smá lit á sig.
Það sem ég var ánægðust með fyrir utan litinn, er burstinn: þykkur og mjúkur en styttri í endana. Það gerir það að verkum að mjög auðvelt er að setja naglalakkið á sig og þekur það einstaklega vel.
Er algjörlega ástfangin af þessari frábæru línu frá Dior. Æðislegir litir, endist mjög vel og toppurinn…einfalt að setja það á neglurnar! Mæli með því að skoða þessi frábæru naglalökk og næla sér í eitt stykki áður en þessi lína klárast upp!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.