Superprimer er ný vara sem kom á markað frá Clinique í haust. Þetta er léttur andlits-primer sem gefur sléttan, mjúkan og lýtalausan grunn fyrir farða. Farðinn helst mun betur á svo það er óþarfi að vera alltaf að laga eða bæta á þegar líður á daginn.
Primerinn fyllir jafnframt uppí fínar línur, opnar svitaholur svo húðin fái lýtalausa áferð og húðin verður sléttari. Í raun er líka hægt að nota primer án þess að nota farða, hann er flottur undir púður eða BB krem og jafnvel bara einn og sér.
Allir nýju superprimerarnir eru hannaðir af húðlæknum, ekki bólumyndandi, stífla ekki húðina, eru ofnæmisprófaðir og 100% ilmefnalausir og fyrir allar húðgerðir.
Hér fáum við fjórar tegundir:
1. Universal í hvítu túpunni er alhliða primer fyrir alla, jafnar húðina, mattar og heldur farðanum betur.
2. Guli primerinn jafnar út roða svo hann er frábær fyrir fólk með rósroða. Þetta er ekki bara vara fyrir dömur heldur er þetta snilldin ein fyrir herra sem eru rjóðir, vilja minnka roðann en ekki mála sig. Bingó!
3. Ferskjulitaði primerinn jafnar mislita húð. Við fáum mislita húð af völdum sólarskemmda, hormóna, ör eftir bólur, þegar við eldumst, jafnvel eftir lyfjatöku.
4. Fjólublái gefur grárri og líflausri húð líf. Flottur fyrir mjög ljósa húð. Þið kannist kannski við það að nota fjólublátt sjampó eftir að hafa litað hárið mjög ljóst, það er sama pæling bakvið þetta. Lífgar uppá ljósa/gráa húð.
Allir primerarnir eru fyrir bæði dömur og herra. Þeir eru mjög drjúgir og 3-4 dropar er nóg. Snilldar vara!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.