Juicy Tubes glossin frá Lancôme hafa verið með þeim vinsælli síðan þau komu á markað árið 2000. Nú eru komnir 6 nýir og girnilegir litir í takmörkuðu upplagi og umbúðirnar eru hannaðar af Japanska listamanninum Yayoi Kusama.
Glossin eru 100% náttúruleg, mýkt upp með sjávarsmjöri og hunangi.
Ég eignaðist tegundina Crazy Razberry, dökkbleikan með dásamlegri lykt og hindberjabragði. Ég féll strax fyrir honum og hef notað hann mikið. Þó freistast maður meira til að sleikja út um með svona gott bragð á vörunum!
Þar að auki inniheldur nýja línan litina Dot Apricot (ljósbleikur), Happey Honey (glær), Pop Art Hazelnut (kampavínslitaður), Rose Blossom (ljósferskjulitaður) og Swing Pink (“Tyggjókúlu” bleikur)
Fyrir þær sem hafa ekki prufað Juicy Tubes þá gefa þau mjög léttan lit, eru rakagefandi, nærandi og ilma og bragðast ótrúlega vel.
Ég mæli með þessum fyrir þær sem elska falleg, mjúk gloss með góðu bragði!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com