Beurre Corporel er nýtt súper rakagefandi líkamskrem frá Biotherm. Þetta krem kemur sér einstakega vel þessa dagana þar sem húðin er ekki alveg upp á sitt besta vegna vetrarkuldans. Kremið inniheldur hámarksmagn (20%) Shea-smjör sem hefur nærandi og lagfærandi eiginleika…
…Það eru örugglega fleiri en ég sem finna fyrir miklum þurrk í húðinni þegar kólna tekur. Það er eins og húðin fái ‘áfall’ þegar hún er flakkandi á milli frostsins úti og hitans inni. Þetta flotta krem frá Biotherm sem kemur í veglegri krukku ætti að geta ‘fixað’ hvaða þurru húð sem er (það hefur allavega lagað mínar skorpnu hendur) en kremið hefur einstaklega ríka áferð sem gefur hámarks næringu. Maður finnur ekki fyrir fitugri áfrerð en kremið smýgur hratt inn húðina. Þannig ætti maður að geta smellt þessu út um allt án þess að líða eins og maður sé kámugur eða klístraður. Algjört dekur krem sem verndar, nærir og styrkir húðina.
Svo er gaman að segja frá því að kremið var prófað á 51 konu frá 18-55 ára með mjög þurra húð. Allar voru þær sammála um að eftir fjögura vikna notkun voru þær farnar að finna fyrir 100% meiri raka og næringu í húðinni en hún var einnig orðin sléttari, mýkri og sveigjanlegri.
Ég mæli með þessu kremi fyrir þurra húð en kremið er án parabena og hefur einstaklega góðan sítrusilm.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.