Undanfarið ár hef ég verið að nota Loverdose ilmvatnið frá Diesel…
…Þetta ilmvatn er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég held því fram að hann sé ávandabindandi.
Og nú er komin ný útgáfa!
Lyktin er ósköp svipuð að mínu mati en það er augljóslega eitthvað búið að laga hana til. Ilmurinn hefur alltaf einkennst af viðar og lakkrísilm en lakkrísinn er meira áberandi í nýju útgáfunni finnst mér. Þá er einnig búið að gera hann ferskari en áður með epla og appelsínublóma ilmi. Mjög vel heppnað!
Sem betur fer héldu þau sig við gömlu hönnunina á glasinu sjálfu sem er ‘pjúra’ fullkomnun!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.