Sally Hansen hefur sett á markað nýja línu sem ber nafnið COMPLETE SALON MANICURE fyrir konur sem vilja geta fengið flottan og endingargóðan lit á neglurnar án mikillar fyrirhafnar.
Eins og Sally Hansen veit þá eru margar okkar uppteknar af vinnu, börnum og öðrum hlutum í lífinu og því var línan hönnuð með það í huga að láta neglurnar líta vel út á mettíma. Það tókst og þessi nýja lína hefur meðal annars unnið fjöldan allan af verðlaunum út um allan heim, meðal annars frá Marie Claire.
Umbúðirnar hæfa nafninu vel, en þær eru mjög fagmannlega útlítandi og stórar.
Burstinn er flatur þannig að í rauninni þarf bara tvær strokur og þá er lakkið fullkomið á nöglinni og burstinn aðlagar sig að naglabandinu þar sem hann er líka rúnaður. Áferðin verður slétt, svo til að segja gallalaus og naglalakkið helst vel á. Það inniheldur einnig formúlu sem nærir og mýkir neglurnar.
Það verður að viðurkennast að ég er afskaplega mikill klaufi þegar það kemur að því að setja á mig naglalakk, sérstaklega með vinstri hönd, þannig að þetta var kærkomið í snyrtibudduna mína.
Ég mæli hiklaust með Complete Salon Manicure fyrir allar konur til að “tríta” sig með handsnyrtingu heima við en naglalökkin er hægt að fá í öllum regnbogans litum og litaúrvalið er alveg frábært.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com