Flestar þekkum við danska fatahönnuðinn Ilse Jacobsen en vörur hennar hafa verið vinsælar hér á landi sem og víðar í heiminum. Enda flottar og vandaðar vörur fyrir konur.
Ilse Jacobsen byrjaði að hanna gúmmístígvél og fljótlega kom regnfatalína einnig í búðir. Stuttu síðar bættist við vöruúrvalið og falleg fatalína ásamt fylgihlutum leit dagsins ljós. Ilse Jacobsen er þekkt fyrir vandaðar flíkur, þægilegar, fallegar og góð snið sem henta fyrir stórar sem smáar konur.
Ég var svo heppin að hitta Ilse þegar hún kom til landsins til að kynna nýju lúxus spa snyrtivörulínu sína.
Ilse er sérstaklega þægileg og hlý kona sem ber af fyrir glæsileika og góða nærveru. Ilse sagðist vera mjög hrifin af því að fara í SPA meðferðir og telur að slík þægindi ættu að vera viðráðanleg fyrir alla.
Því ákvað hún að opna sína eigin SPA stofu í Hornbæk, Danmörku þar sem hún ólst upp og býr enn. Stofan heitir Kurbdadet og er staðsett í hjarta Hornbæk með útsýni yfir sjóinn.
Síðustu tvö og hálft ár hefur hún og hönnunar teymið hennar hannað snyrtivörulínuna Ilse by Ilse Jacobsen. Í línunni eru góðir maskar, krem, sápur og skrúbbar eða allt sem þú þarft til að skapa þína eigin SPA stemningu heima og það á viðráðanlegu verði.
Kremin eru á verðbilinu 2500-8500 krónur, sem telst afar gott verð fyrir hágæða húðvörur. Umbúðirnar eru fallegar, umhverfisvænar og hannaðar af sama teymi og hannar umbúðir fyrir Chanel vörurnar.
Vörurnar eru stútfullar af náttúrulegum efnum sem fara vel með húðina, fríska upp þreytta húð, draga úr þreytu og gefa henni ljóma. C og E vítamín eru ríkjandi ásamt lárperum, grænu tei og echinacea.
Engin aukaefni eru í vörunum og þær ofnæmisprófaðar. Engin próf voru tekin á dýrum en Ilse er mikill náttúru og dýra unnandi. Gaman er einnig að segja frá því að línan fékk verðlaun á dögunum frá Danish Beauty Awards sem snyrtivörurmerki ársins 2014.
Snyrtivörulínan Ilse er nú þegar komin í sölu í 24 löndum ásamt Íslandi. Hægt er að nálgast vörurnar í búðum Ilse Jacobsen á Garðatorgi og á Laugaveginum. Síðar munu þær fara í sölu í velvöldum snyrtivörubúðum hér á landi.
Ég get mælt með þessari snyrtivörulínu heils hugar enda allt sem kemur úr smiðju Ilse Jacobsen vandað og fágað. Þetta er hönnuður sem hugsar um þægindi, vellíðan og smartheit út í gegn.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.