Hér eru gleðitíðindi fyrir MAC aðdáendur en nú var að koma ný og fersk lína í búðir. Línuna gerði MAC í samstarfi við ofurskvísuna Daphne Guinnes sem segir þessa línu vera ‘innsýn inn í ímyndunarafl sitt’…
…Línan inniheldur meðal annars, gloss, varaliti, augnskugga, kinnaliti og naglalökk. Daphne Guinnes valdi mjög skemmtilega liti í þessa línu en hún einkennist af pastel-grænum, bleikum og fjólubláum litum. Ooog ég var svo heppin að fá að prófa kinnalit, augnskugga og gloss úr þessari nýju línu! Jess!
Kinnaliturinn (sjá mynd fyrir neðan) heitir Vintage Grape. Liturinn skiptist til helminga en hann fer frá dökkbleikum yfir í fjólubláann þannig að þú getur stjórnað því hvaða tón þú færð á kinnarnar. Algjörlega bjútífúl!
Augnskuggapalleta línunnar (Interior Life) er svo alls ekki síðri en hún inniheldur fjóra fallega liti; ljósbleikan, grá-fjólubláan, gráan og svartan. Allir eru þeir mattir en pallettuna er auðveldlega hægt að nota hversdags og svo hentar hún vel í ‘smokey’ kvöldförðun.
Og svo er það glossið! Línan hefur upp á fjóra liti að bjóða en ég fékk þann beibí-bleika (Japanese Spring). Liturinn er alveg sjúúúklega fallegur að mínu mati og áferðin mjög góð og mjúk.
Þessi er ‘my new baby’!
Þú verður að kíkja á þessa nýju línu ef þú eigið leið hjá MAC! Vel gert Daphne Guinnes! (Youtube video hér þar sem er farið ýtarlega í málið.)
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.