Þetta er eitt af því allra besta sem ég hef kynnst!
Frownies plástrar sem draga úr línum og hrukkum á meðan maður sefur en andlitsplástrarnir eru örugg og 100% leið til að slaka á andlitsvöðvunum og þar með draga úr hrukkum og línum.
Hver kannast ekki við þá leiðindar tilfinningu sem kemur þegar fyrsta hrukkan myndast? Hrukkur milli augnanna eru þær algengustu því þegar við einbeitum okkur að akstri, tölvunotkun eða lestur þá viljum við svo oft píra augun og þessi “ágæta” hrukka lætur okkur líta ergilegar út.
Eins myndast hrukkur útaf þurrki í húð sem er oft á tíðum tengt lífstíl okkar. En nauðsynlegt er að bera góð krem á húðina morgna sem á kvöldin til að viðhalda raka í húðinni.
Frownies andlitsplástrarnir eru unnir úr náttúrulegu efni og eru settir á línur/hrukkur þar sem hann heldur við vöðvann sem liggur undir húðinni og þjálfar hann til að liggja slakur. Best er að nota plástrana yfir nótt eða allavegna í 3-4 tíma í einu.
Þeir eru mjög auðveldir í notkun. Þú einfaldlega þrífur andlitið vel. Bleytir plásturinn örlítið með vatni. Strekkir á húðinni með fingrunum og setur plásturinn á línuna/hrukkuna. Heldur svo plástrinum í örlitla stund til að hann tolli vel. Þegar þú tekur plásturinn af eftir nóttina er best að bleyta fingurgómana og bleyta upp í plástrinum þannig að límið leysist upp.
Best er að nota plásturinn í 30 daga samfleytt að nóttu og halda svo við 2-4 sinnum í viku. Engin ilm eða litarefni eru í Frownies plástrunum og vörurnar hafa ekki verið prófaðar á dýrum. Ef þessir andlitsplástrar eru ekki nauðsyn við baráttuna við hrukkurnar þá veit ég ekki hvað! Þú getur fengið þá HÉR en pakkinn kostar um 3.800 kr.
Mæli algjörlega með plástrunum, sé strax mikinn mun á augnsvæðinu mínu eftir að ég byrjaði að nota plástrana.
Hrein snilld!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.