Naglamerkið OPI hefur gefið út nýjung sem auðveldar okkur svo sannarlega lífið í naglaskreytingum – Nail Apps!
Nail Apps eru svokallaðir naglalímmiðar sem þú skellir á neglurnar og um leið ertu komin með fallegan lit og skreytingar á þær. Þetta er eins einfalt og þægilegt og það gerist! Límmiðarnir koma í mörgum fallegum litum og minn uppáhalds er án efa Crazy Daisy, fjólublár litur með blómamynstri.
Til að nota Nail Apps gerirðu eftirfarandi:
- Hreinsaðu neglurnar með aceton eða alkóhóli
- Nuddaðu límmiðan til að hita límið
- Taktu límmiðan af spjaldinu og settu á nöglina
- Nuddaðu límmiðanum á nöglina og pússaðu niður í rétta stærð og mótun
- Fjarlægðu loftbólur með því að nudda nöglina
- Þá er Nail Apps tilbúið!
Pakkningin kemur með góðri naglaþjöl og endingin frábær. Til að fjarlægja límmiðann hitarðu einfaldlega límið upp aftur og tekur hann varlega af nöglinni.
Prófaðu Nail Apps sjálf og sjáðu hvað þetta gerir mikið. Æðisleg leið að flottum og töff nöglum!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com