Í einni af mínum ferðum í Hagkaup Skeifunni sá ég gullfallegan stand með ótalmörgum naglalökkum
Þetta var standur frá Alessandro og verð ég að viðurkenna að ég stóð í rúman hálftíma alveg dáleidd af öllum þeim fallegu litum sem naglalökkin fást í. Þau fást í öllum litum og nánast öllum lita pallettum sem fylgja hverjum og einum lit, ljósblár, fölblár, dökkblár, ennþá dekkri blár litur og svo framvegis. Sem sagt algjör gullnáma fyrir naglalakka sjúka týpu eins og mig.
Naglalökkin eru líka á frábæru verði eða rétt rúmlega 1.500.- krónur stykkið. Sem er nokkuð gott verð fyrir naglalakk verð ég að segja og skrifa.
Ég er svo naglalakkasjúk að ég verð helst að eiga eitt í hverjum lit, jafnvel tvö þrjú í sama litatón því ég vel lit eftir því í hvaða skapi ég er og auðvita líka eftir því hvaða fötum ég ætla að klæðast þann daginn.
Ég valdi mér fjögur stykki að þessu sinni og öll eru þau með smá glitri og fínheitum. Eitt í bláum lit, annað rautt, eitt svart með silfur kornum í og svo annað sem er bronz litað. Naglalakkið helst mjög vel á og einfalt er að bera það á neglurnar því burstinn er sérlega þægilegur, nettur og lipur. Litirnir koma svona líka vel út, það er eins og það sé smá steinaáferð á litnum þegar hann er kominn á neglurnar, verulega smart!
Alessandro er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í naglaumhirðu og næringu fyrir bæði neglur og hendur. Í þau 20 ár sem þau hafa starfað hafa þau sent frá sér hverja snilldina á eftir annarri í nýjungum varðandi naglalökkin. Hægt er að blanda lökkunum saman til að mynda munstur eða finna sér tvo liti sem fara vel saman og lakka aðra hvora nögl í einu.
Mjög einfalt er að finna sinn rétta lit með litunum frá Alessandro. Var ég búin að minnast á verðið? Já það er frábært, rétt um 1.500.- krónur fyrir glasið. Mæli með þessum naglalökkum fyrir okkur allar sem eru smá naglalakkasjúkar!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.