Chanel hefur oftar en ekki verið trend-setter þegar kemur að litum í naglalökkum fyrir hverja árstíð.
Tískuhúsið gefur tóninn og svo koma aðrir og framleiða eftirlíkingar af litum þeirra, svona svipað og gerist og gengur í tískubransanum.
Ég prófaði nýjan lit frá Chanel fyrir haustið 2014. Liturinn heitir Secret og er í raun hálfgert ‘secret’ því með hann fær maður einstaklega fallegar og náttúrulegar neglur, hógværar og fágaðar.
Secret 625, er nude litur með örlitlum bleikum undirtón. Lakkið er frekar hlutlaust á litinn en það fer ægilega vel með haustinu og með öllum flíkum en ég er mjög hrifin af ljósum haustlitum.
Persónulega finnst mér nauðsynlegt að bera fyrst “base coat” á nöglina því lakkið er frekar þunnt og því sjást ójöfnur betur ef ég set ekkert undirlag.
Lakkið endist líka betur ef maður ber yfirlakk á eftir lökkun en ég tók eftir því að lakkið byrjaði að flagna af eftir tvo daga ef ég gerði það ekki en með yfirlakki endist það lengur og er einstaklega flott.
Secret 625 frá Chanel af þessu klassísku litum sem er möst að eiga. Fer vel við allt, elegant og lekker.
Hér er svo hægt að sjá allt haustlúkkið í förðun frá Chanel.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður