Mér finnst fátt dömulegra en litaðar varir og vel snyrtar og lakkaðar neglur og einstaklega gaman að „poppa“ útlitið aðeins upp með öðru hvoru eða bæði.
Ég á það til að vera mikið í svörtu og þá finnst mér fallegt að vera með áberandi varir og neglur við dressið.
Bleikur og ferskjulitaður eru að mínu mati að koma sterkir inn núna, hugsanlega því að daginn er farið að lengja og maður er farinn að þrá sumarið og hita í kroppinn.
The Body Shop eru með einstaklega fallega og skemmtilega varaliti, uppáhalds litirnir mínir frá þeim núna eru nr 66-Coral Splash og 57- Pink Flirt, mjög fallegir, ljósir og léttir.
Mér finnst fallegt að vera með neglur í stíl og lökk frá GOSH og O.P.I þykja mér falleg falleg. Pink Rose frá Gosh passar einstaklega vel við bleika varalitinn frá The Body Shop sem og Feeling Hot Hot Hot frá O.P.I.
Peachy liturinn frá Gosh er einstaklega smart við ferskjulitaða varalitinn sem og Atomic Orange frá O.P.I.
Smelltu hér til að kíkja á nokkrar myndir af þessum fínu fylgihlutum…
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig