Á vor/sumar 2013 tískusýningu Issa mátti sjá fyrirsæturnar með orkedíur í hári, klæddar í skærlitaða kjóla…
…Til að fullkomna sumarlúkkið þá var húð fyrirsætanna gerð gyllt og ljómandi með vörum frá St.Tropez.
Nú getur hver sem er framkallað þetta fallega sumarútlit heima með því að fylgja nokkrum einföldum skrefum frá brúnku’meisturum’ St.Tropez.
Þær vörur sem notaðar voru á Issa sýninguna eru einstaklega sniðugar því þær gefa lit samstundis sem þvæst svo af í næstu sturtu.
- Byrjaðu á að úða Dark Wash off Instant Glow Spray á allan líkamann.
- Því næst skaltu strúka létt yfir húðina með séstökum hanska frá St.Tropez sem tryggir jafna áferð. Skref 1 og 2 má endurtaka til að fá enn dýpri lit.
- Þá skaltu úða St.Tropez Dark Wash Off Instant Glow spreyinu í loftið fyrir framan þig og labba inn í úðaskýið.
- Að lokum er St.Tropez Wash Off Instant Glow Shimmer Stick borið niður handleggina, yfir bringu og á axlir fyrir þennan eftirsótta ljóma !
Útkoman ætti að vera flekklaus og frískleg húð!
_____________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.