Vörumerkið Biotherm er einkar framarlega í öllu sem tengist því að næra húðina með raka.
Framleiðendurnir hafa jafnframt sérhæft sig í að nota aromatherapy við hönnunun varningsins og útkoman er oftar en ekki einstaklega góð.
Fyrir aðdáendur Biotherm er gaman að segja frá lítilli en kraftmikilli vöru sem kom á markað síðasta haust. Um er að ræða frábæran varasalva, Beurre De Lévres, sem læknar þurrar eða sprungnar varir á augabragði.
Um leið eflir hann varnir fíngerðrar húðarinnar á vörunum og kemur í veg fyrir að þær þorni aftur.
Í húðinni á vörunum eru öngvir fitukirtlar líkt og víða annarsstaðar á líkamanum og því verða varirnar sérstaklega viðkvæmar fyrir áreiti frá veðrinu. Þurrar og sprungnar.
Beurre De Lévres er girnilegt ‘balm’ með mattri áferð sem bráðnar inn í varirnar. Það hefur mýkjandi áhrif með því að losa um dauðar húðfrumur með Bio-sykru en í salvanum eru fimm ólíkar og máttugar olíur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.