Margar konur vilja gjarna eiga meik sem nærir vel og kemst auðveldlega fyrir í snyrtibudduna.
Ef þú ert að leita að þessum eiginleikum þá tel ég að Bobbi Brown Extra Repair farðinn henti þér mjög vel.
Hann er svolítið óvanalegur af því hann virkar frekar þykkur og ilmurinn er sérstakur, eiginlega eins og af náttúruvöru, en virknin er verulega góð.
Shea smjör
Þetta meik inniheldur nærandi olíur og shea smjör eða shea butter sem er einn besti rakagjafi sem völ er á í snyrtivörum.
Framleiðandinn ráðleggur okkur því að nota aðeins fingurna þegar meikið er borið á. Ef þú notar svamp þá skilur það sig of mikið í sundur og áferðin verður ekki slétt og fín.
Ef þú hinsvegar notar hreina fingur geturðu náð mjög fallegri áferð með þessu meiki og í raun áttu að bera það á þig eins og gott krem.
Það er góð sólarvörn í Bobbi Brown Extra Repair meikinu upp á 25 spf sem er mjög hentugt fyrir konur með eldri húð sem vill ekki fá fleiri sólarbletti. Þetta meik er í raun sérstaklega hannað fyrir eldri þó ungar konur geti auðvitað notað það líka og þá sér í lagi við hér uppi á klakanum sem erum flestar með of þurra húð “þökk” sé loftslaginu.
Bobbi Brown Extra Repair meikið hylur miðlungs mikið og áferðin verður falleg því húðin fær á sig góðan ljóma.
Það er því mjög gott að nota góðan hyljara með þessu meiki á svæði sem eru erfið.
Það er ekki hægt að mæla með meikinu fyrir konur með feita húð en þær sem glíma við þurrkubletti og vandamál tengd þurrki í húðinni verða mjög hrifnar.
Þessi farði kostar um 7-8.000 út úr búð og endist í 24 mánuði. Litavalið er mjög breitt en ég notaði warm sand.
Ég myndi gefa þessum farða rúmlega fjórar stjörnur af fimm. Hágæða innihaldsefni í honum, falleg áferð og góð áhrif á húðina.
[usr 4.2]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.