Maybelline hefur sent frá sér “primer”, eða farðagrunn, sem kallast Dream Smooth Primer og kemur í sætri krukku.
Farðagrunnurinn gerir sitt gagn, það er óhætt að segja það.
Það þarf alls ekki að nota mikið af honum í einu og þegar hann hefur náð að koma sér inn í húðina þá fyrst byrjar maður að skella á sig meikinu, en það er afar mikilvægt að leyfa honum að smeygja sér aðeins inn í húðina til þess að fá sem bestu útkomuna.
Það sem mér finnst best við þennan farðagrunn er að hann gerir það afar auðvelt að setja á sig meikið, það rennur vel og örugglega á húðina og flýtir jafnvel fyrir förðuninni ef eitthvað er. Meikið verður bara svo jafnt og fallegt og förðunin öll fyrir vikið.
Farðagrunnurinn er pínu feitur í sér og ég mæli ekki með honum fyrir þær sem eru með feita húð en fyrir þær með þurra húð (sem við flestar erum með um háveturinn) þá virkar hann frábærlega sem gott undirlag undir meikið.
Dream Smooth Primer jafnar húðlit þinn og lagar og hægt er að nota hann einan og sér undir farðanum, mundu bara að minna er meira í þessu tilviki. Ekki setja of mikið af honum á þig í einu!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig