Mér þykir franska snyrtivörumerkið Bourjois alltaf jafn spennandi. Merkið er tiltölulega ódýrt en hefur upp á mjög gott og skemmtilegt úrval að bjóða…
…Nú á dögunum prófaði ég flottan maskara frá þeim sem heitir Volume Glamour Max Defenition Mascara.
Eins og nafnið gefur til kynna gefur þessi maskari augnhárunum þykkt og greiðir vel í gegnum hvert og eitt hár. Burstinn hefur 500 lítil gúmmí ‘hár’ sem greiða súpervel í gegnum augnhárin… og nær þessum allra minnstu líka! Svo er maskara-formúlan frábær og þykkir út í hið óendanlega. Sjálf er ég ekki með viðkvæm augu en hann á að henta viðkvæmum augum vel og þeim sem ganga með linsur. Mjög flottur maskari í sætum umbúðum.
Naglalakk frá Bourjois
Þá prófaði eg einnig nýtt naglalakk frá merkinu sem heitir 1 seconde Nail enamel.
Þetta nýja naglalakk er frekar gelkennt og hefur mikinn gljáa. Eins og kom fram heitir naglalakkið 1 Seconde en nafnið vísar í burstann sem er einstaklega vel hannaður. Maður á aðeins að þurfa eina stroku (ein stroka=ein sekúnda) á hverja nögl með þessum flotta bursta, reyndar þarf ég meira en eina stroku en þessi bursti er samt sem áður hrikalega góður. Þetta lakk kemur í nokkrum töff litum en ég fékk mér þann brúna, fullkominn fyrir veturinn.
Hér fyrir neðan má svo sjá förðunarfræðing frá Bourjois nota Volume Glamour Max Defenition maskarann.
_____________________________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=AYpj3_phACk[/youtube]
_____________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.