Ég kíkti upp í NYX í Bæjarlind fyrir stuttu og skoðaði hvað þau höfðu upp á að bjóða. Það sem vakti strax athygli mína voru möttu varakremin þeirra — Soft matte lip cream.
En eins og margir eflaust vita eru mattar varir mikið í tísku fyrir veturinn. Ég fékk að prófa hjá þeim 4 mismunandi liti:
1. Cario, 2. San Paulo, 3. Amsterdam og 4. Monte Carlo
Það sem er þægilegt við varakremin er að þau haldast ótrúlega vel á vörunum. Ég elska líka lyktina af þeim, en hún er svona eins og smjörkrem á köku lyktar, rosalega góð. Kremið er bæði hægt að bera ”beint” á varirnar eða nota varalitapensil. Persónulega finnst mér þægilegra að nota varalitapensil (allavega ef ég er að fara eitthvað fínt).
Annað sem mér finnst mjög flott að gera er að nota varalitablýanta með þessum kremum. Þá er bæði hægt að setja blýant yfir allar varirnar og svo varakremið ofaná, eða það er hægt að móta með blýantnum og fylla svo inn í með varakreminu. Varakremin eru til í allskyns litum, þannig það ættu allir að finna lit við sitt hæfi.
Mér finnst allir litirnir sjúklega flottir en San Paulo liturinn er í mestu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hann ótrúlega flottur bæði fyrir dag og kvöld förðun.
Förðunarfræðingar á Instagram hafa verið duglegar að sýna myndir varakremunum, enda eru þau sjúklega flott:
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com