Nýjustu tískustraumum í nöglum og naglalökkum er skemmtilegt að fylgjast með, enda fremur ódýr og auldveld leið til að fríska upp á stílinn og prufa eitthvað nýtt.
Naglamerkið OPI er komið með nýtt lakk á markaðinn, Matte Top Coat, sem gerir það að verkum að þegar það er sett ofan á annað naglalakk verður lakkið matt og slétt. Þannig er hægt að breyta hvaða naglalakki í mattan lit og útkoman verður sérlega flott og öðruvísi. Mattar neglur hafa slegið í gegn enda kemur lakkið vel út, hvort sem neglurnar eru stuttar og kassalagaðar, eða langar og oddmjóar.
Fyrir þær sem langar að taka naglalökkun upp á næsta stig eru til margar skemmtilegar leiðir til að nota Matte Top Coat. Til dæmis er hægt að mála aðra hverja nögl matta og leyfa hinum að vera glansandi.
Önnur leið til að leika sér með Matte Top Coat er að gera hina klassísku french manicure.
Þá er nöglin máluð í lit og það látið þorna. Því næst er Matte Top Coat borið á nöglina og það einnig látið þorna. Seinasta skrefið er léttvæg handavinna en þá er máluð rönd á endann á nöglinni með glansandi naglalakki. Útkoman verður nútímaleg útgáfa af french manicure með glansandi rönd. (Fyrir skjálfhenta og þá sem þjást af fullkomunaráráttu er hægt að líma límband þvert yfir nöglina svo að röndin verði sem snyrtilegust).
Hér að neðan má sjá sýnikennslumyndband þar sem OPI fer í gegnum skrefin til að gera þessa nýtískulegu útgáfu af french manicure með Matte Top Coat-lakkinu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=h_NH46Nn6mc[/youtube]
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.