IROHA Nature er náttúrulegt snyrtivörumerki sem hefur þróað ótrúlega sniðugar meðferðir fyrir andlit og líkama.
Þar ber helst að nefna andlitsmaskana sem er hægt að fá í mörgum gerðum; undirbúningsmaska, hreinsimaska, rakagefandi maska og sjálfvermandi maska sem gefa andoxunarefni.
Maskarnir koma í handhægum bréfum sem nægja fyrir þrjú skipti.
Ég fékk að prófa maska sem nefnist Magic Day og er einn af sjálfvermandi möskunum. Hann nærir, verndar og eykur teygjanleika húðarinnar. Maskinn inniheldur E vítamín, hunang og jojoba olíu sem gefur húðinni mikla mýkt.
Byrjað er á því að hreinsa húðina vel, svo er maskinn borinn á, látinn liggja á í 15 mínútur og að lokum hreinsaður af með volgu vatni. Mér finnst ég alltaf fá mest út úr andlitsmeðferðum með því að nota gott serum, andlitskrem og augnkrem að loknu dekri.
Eins og sagði í byrjun er merkið náttúrulegt (98%) og inniheldur engin skaðleg rotvarnar- eða aukaefni.
Prófaðu Magic Day maskann og sjáðu áhrifin sjálf!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com