Verveine frá L’Occitane er dásamlega ferskur sítrónuilmur fyrir heimilið og þig. Aðaluppistaðan er sítrusjurtin Verbena í bland við aðrar ferskar jurtir og krydd.
Það er eitthvað slakandi við þessa ilmblöndu en af öllum jurtunum sem vaxa í Provence í suðaustur-hluta Frakklands þá á Verbena að vera ein af þeim sem lífgar bæði upp á líkama og sál.
Ég get staðfest það, mér finnst alveg jafn gott að spreyja lyktinni á sjálfa mig eins og að spreyja henni bara út í loftið heima.
Ég sem sagt nota ilminn helst í enda vinnudags ef ég er orðin tuskuleg eftir mikið annríki og vantar að lífga aðeins upp á mig og svo spreyja ég ilminum heima fyrir (í hóflegu magni, mér hættir til að fara heldur geyst).
L’Occitane er franskt merki sem að kom fyrst á markað 1976 og hefur haldist í sömu fjölskyldu æ síðan. Merkið er þekkt fyrir gæði en hér má sjá hvernig jurtin Verbena er unnin.
Myndbandið er að sjálfsögðu á frönsku (með enskum texta) 😉
_____________________________________________________________
[youtube]http://youtu.be/hw12Yk7Z-IM[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.