Franska snyrtivörumerkið L’Occitane var stofnað árið 1976 í Manosque héraði. Meginmarkmið L’Occitane var að framleiða snyrtivörur úr þeim náttúrulegu afurðum sem ræktaðar eru í suðausturhluta Frakklands sem ber nafnið Provence.
Nýlega setti L’Occitane á markað tvær vörur, Sublime Essence Serum og Sublime BB-krem, sem unnar eru úr blöndu af hvönn frá Drôme héraði og sverðlilju frá Herault héraði. Plöntunar eru einstakar fyrir rakadræga eiginleika sína og virkni til að auka ljóma.
Í lýsingu á vörunum kemur m.a. fram að Sublime Essence serumið hjálpi til við að lagfæra ójafna húð, draga úr roða og láta svitaholur virðast samstundis minni. BB-kremið á að gefa af sér bættara yfirbragð og láta ójöfnur virðast minni.
Sjálf er ég með nokkuð góða húð og hef ekki þurft að hafa mikið fyrir húðumhirðu. Ég hef þó glímt við eitt vandamál í lengri tíma en það eru opnar svitaholur.
Allskonar krem og smyrsl, meik og hyljarar, safna ryki á snyrtiborðinu mínu því ég stekk alltaf til og kaupi hvaða vöru sem lofar að minnka svitaholurnar mínar. Fram að þessu hafði ekkert virkað, annað hvort leit ég út fyrir að vera með þykka meik-grímu eða svitaholurnar virkuðu bara ennþá stærri og dýpri.
Svitaholurnar minnkuðu strax!
Fyrsta kvöldið, eftir að hafa þvegið mér í framan og á undan næturkreminu, bar ég á mig Sublime Essence serumið. Áferðin er þunn og fersk og lyktin frískandi. Næsta dag vaknaði ég og leit spegil til að skoða stöðu mála. Viti menn, svitholurnar virkuðu strax minni!
Ég varð barnslega glöð. Eftir á bar ég á mig BB-kremið og lét það duga sem dagsfarða. Það er létt og milt, en þekur vel þrátt fyrir léttleikann. Undanfarinn mánuð hef ég svo notað serumið og BB-kremið daglega og sé mikinn mun. Húðin er þrýstin, roðinn er í lágmarki og best af öllu: svitaholurnar halda sér í skefjum!
Það sakar heldur ekki að BB kremið inniheldur SPF 30 sem kemur sér vel þegar sterka sumarsólin kemur úr felum.
Sublime Essence Serum og BB-kremið hafa komið skemmtilega á óvart og ég er hæst ánægð með árangurinn, enda loksins laus við svitaholur með mikilmennskubrjálæði.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.