Franska snyrtivörumerkið L’Occitane hefur sett á markað ilmvatnslínu sem er innblásin af Provence, héraðinu í suðurhluta Frakklands en þar var L’Occitane upphaflega stofnað.
Línan inniheldur fjóra yndislega og tæra ilmi:
- Jasmin & Bergamote
- Magnolia & Mûre
- Vanille & Narcisse
- Thé Vert & Bigarade
Ilmirnir eiga það sameiginlegt að vera unnir upp úr æskuminningum hins margrómaða ilmvatnsmeistara Karine Dubreuil, sem segist hafa fæðst með ilmina í sér og ólst upp með þá í loftinu.
Karine deilir ást sinni á Provence og smekk fyrir einfaldleika líkt og Oliver Baussan, stofnanda L’Occitane.
Hún er þjálfuð í Roure ilmgerðarskólanum í Grasse, en það hefur verið höfuðborg ilmvatnsgerðar í mörg hundruð ár.
Ilmirnir í La Collection de Grasse eru allir ferskir og léttir með náttúrulega sætum keim, án þess að verða væmnir en flókið getur reynst að þróa ilm sem er sætur en ekki væminn. Innihaldsefnin í ilmunum er úr fágætum ilmkjörnum frá héraðinu og fjarlægum slóðum, eins og vanillan sem er upprunin á Madagascar og magnolíublómin sem koma frá Mið-Austurlöndum. I
lmvatns-samsetningarnar harmónera ljúflega saman og henta vel fyrir þá sem kjósa létta en samtímis karaktermikla ilmi.
Við skorum á þig að kíkja í L’Occitane búðina í Kringlunni og prófa þig áfram. Vanilluilmurinn er t.d. algjörlega himneskur og ávanabindandi í meira lagi og hinir eru ekki síðri. Elskum L’Occitane.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.