L’Occitane en Provence er fyrirtæki sem skapar einstakar snyrtivörur úr náttúrulegum efnum. Verandi mikil áhugamanneskja um húðumhirðu vöktu vörurnar strax áhuga minn og komu mér þar að auki skemmtilega að óvart. Ég eignaðist bæði hreinsimjólk og andlitskrem úr nýrri Shea Butter hreinsilínu frá merkinu og er strax orðin háð því!
Ef við byrjum á Shea Cleansing Milk þá er óhætt að segja að þetta er ein af betri hreinsivörum sem ég hef notað. Hún hreinsar fullkomlega farða og óhreinindi af húðinni án þess að þurrka hana upp og skilur hana eftir mjúka viðkomu. Hreinsimjólkin hentar venjulegri/þurri og viðkvæmri húð. Hún kemur í mjög þægilegri flösku með handpumpu.
Varðandi dagkremið þá er ég orðin alveg “húkkt”. Það heitir Shea Butter Ultra Gentle Moisturizer. Kremið inniheldur 8% Shea Butter, Shea þykkni og náttúrulegar sykrur sem vernda húðina gegn þurrki og ertandi umhverfisáhrifum. Eins og hreinsimjólkin er kremið fyrir venjulega/þurra/viðkvæma húð og hún verður silkimjúk eftir notkun. Kremið kemur húðinni í jafnvægi og ég hef sjaldan séð hana eins góða hjá mér.
Það er vert að taka fram að kremið er ofnæmisprófað og ilmefnalaust. Svo eru umbúðirnar líka þægilegar.
Í línunni er einnig hægt að fá varasalva/smyrsl, dagkrem fyrir þurra húð með sólarvörn, andlitskrem fyrir þurra/mjög þurra húð og handáburð. L’Occitane er selt í Kringlunni.
Fyrir konur sem vilja hugsa vel um sig og húðina sína mæli ég með þessum undravörum. Ég á eftir að verða fastakúnni eftir þessa uppgötvun!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com