Flestar konur elska að dekra við sig og það er óhætt að segja að með L’Occitane vörunum sé það leikur einn.
Nú hefur L’Occitane gefið frá sér nýja hreinsandi vörulínu úr ilmkjarnaolíu línunni þeirra Aromachologie.
Vörurnar endurnæra, gefa orku og hafa eiginleika sem stuðla að jafnvægi fyrir sál og líkama.
Ég hef verið að nota sturtusápuna núna í nokkrar vikur og það er óhætt að segja að virkni vörunnar hafi skilað sér enda er ég mjúk eins og barnsrass.
Ólífuolía sem hreinsar allt
Sápan er unnin úr olífuolíu og er því ekki eins og flestar sápur, hún lítur meira út eins og krem og áferðin er þéttari og þykkari.
Sápan kemur húðinni í jafnvægi og hreinsar burt óhreinindi með einstökum hætti.
Ég tók helst eftir því að húðin er ekki jafn þurr, sem er ekki óalgengt á þessum tíma árs og hún er mýkri. Að hafa þurra húð á handleggjum og sköflungum er eitthvað sem margir þekkja en með þessari góðu sápu heyrir slíkur þurrkur sögunni til.
Fór með nuddkremið til sjúkraþjálfarans
Nuddkremið úr línunni er líka alveg æðislegt!
Ég hef verið að taka það með til sjúkraþjálfarans míns og nuddara og hef líka notað það heima.
Lyktin er alveg dásamlega góð og áferðin fín, ég hef reyndar bætt útí auka olíu því kremið þornar frekar fljótt þar sem það gengur hratt inn í húðina.
Í Aromachologie línunni eru fleiri frábærar vörur; hreinsi maskinn endurnýjar og stinnir húðina og ég sá mun eftir aðeins eitt skipti.
Einnig er hægt að fá skrúbb sápu (exfoliator), sem hreinsar húðina enn betur, og bað infusion poka sem þú hengir á kranann í baðinu og lætur vatnið renna í gegn svo baðið ilmar og endurnærir. Af fimm stjörnum vil ég gefa þessari línu fjórar.
[usr 4]
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður