Franska fyrirtækið L’Occitane einbeitir sér að góðgjörðarmálum í októbermánuði en nú rennur allur ágóði Shea Butter Fortune Flowers línunnar óskiptur til þess að lækna blinda og sjóndapra í nokkrum löndum Afríku.
Fyrir fé sem safnaðist í síðasta átaki af þessu tagi árið 210 safnaðist nægilegt fé til að þjálfa 400 lækna og hlúa að yfir 80.000 manns sem fengu sjónina aftur.
Þær sem hafa kynnt sér vörur sem innihalda Shea Butter vita að þetta virka efni gerir hrein kraftaverk fyrir þurra húð en í Shea Butter Fortune Flowers línunni, sem kemur í takmörkuðu upplagi, má finna handaáburði, líkamskrem, varasalva og handsápu.
Umbúðirnar bera vott um hefðir afríkukvenna sem vefa tágakörfur og segja sögur í senn en ilmurinn af vörunum er sóttur í jurtaríki landsins. Rósarblöð með keim af sætum möndlum, döðlur og mangó.
HANDAÁBURÐUR (Rósarblöð, döðlur, mangó) 30ml ferðastærð, passar fullkomlega í snyrtibudduna í vetur!
HANDAÁBURÐUR 150ml fyrir náttborðskúffuna
ÞYKKT OG KREMAÐ BODY LOTION Sem ilmar af ýmist rósarblöðum, mangó eða döðluvendi. 100ml
VARASALVI Bestur í heimi fyrir íslenskan kulda
SÁPUSTYKKI 50 ml
Taktu eftir því að mynstrið á umbúðunum vísar til tágakörfuhefðarinnar í Afríku þar sem konur vefja og segja skemmtilegar sögur í senn. Falleg og flott lína frá L’Occitane og alltaf gott að geta glatt sjálfa sig og gert góðverk í senn – neytandi með góða samvisku.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.