Þegar kólnar í veðri finna margir fyrir þurrki á húðinni og þá er gott að næra hana með rakagefandi kremum.
L’OCCITANE var að setja á markað í takmörkuðu upplagi krem gert úr “Sea Butter” en í stuttu máli þá er Sea Butter fita í föstu formi unnin úr hnetunum af trénu Mangifolia en tréð vex í miðvestur Afríku og gengur oft undir nafninu “gull konunnar” .
Vinnsluaðferðin gengur út á að ná “smjörinu” úr hnetunum og hefur verið atvinnuskapandi fyrir konur í afrískum þorpum en það má einnig má geta þess að Shea Butter er mjög hrein náttúruafurð að hægt er að nota smjörið í mat, kökur, sápur og að sjálfsögðu snyrtivörur.
Nýja varan frá L’OCCITANE er með einstaklega sætum og ferskum ilm af döðlum og hentar ótrúlega vel á þurra húð, eða bara gott að setja kremið á sig til að finna góðan ilm. Þetta er ljúf og góð lykt sem gleður skilningarvitin og rakinn helst lengi og vel í húðinni eftir að kremið hefur verið borið á.
Kíktu í Kringlukast og fáðu að prófa ef þú átt leið þar um helgina. L’Occitane verslunin er á fyrstu hæð, rétt hjá Lyf og Heilsu.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.