Flestar pjattrófur þekkja franska vörumerkið L’Occitane . Nánast allar vörurnar þeirra ilma alveg dásamlega og er nýja shea body butter-ið þeirra, Zezty lime, engin undanþága.
Kremið er passlega feitt en það inniheldur 10% shea butter sem gefur mjög góðan raka og eftir að það er borið á, ilmar maður eins og sumarið og sólin. Ég er mikið fyrir sítrus ilmi og ég er alveg ástfangin af lyktinni, hún er ótrúlega frískandi, alls ekki yfirþyrmandi og helst vel á húðinni.
Ef það er eitthvað body butter sem pjattrófa ætti að eiga, þá er það þetta! L’Occitane búðin er í Kringlunni (á móti apótekinu) og þú getur fylgst með þeim HÉR á Facebook.
Hægt er að fá kremið með þremur ilmum, Zezty lime, Rose Heart og Vanilla Bouquet.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður